Lífið

Hjartnæmt myndband: Tilfinningarnar báru Aron ofurliði þegar hann fékk að vita af EM-ferðinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron var ekkert lítið ánægður með óvænta glaðninginn.
Aron var ekkert lítið ánægður með óvænta glaðninginn. vísir
„Ertu að fara að sjá Ronaldo spila?“ spurði Sonja Rut Aðalsteinsdóttir son sinn Aron sem er mættur til Frakklands til að sjá hetjuna sína Cristiano Ronaldo spila á móti landsliði Íslands á EM í Frakklandi.

Foreldrar Arons komu honum í opna skjöldu eins og sjá má á myndbandinu að neðan en Aron er greinilega mikill knattpsyrnuáhugamaður. Segja má að tilfinningarnar beri okkar mann hreinlega ofurliði og ljóst að íslenska landsliðið, og Ronaldo, verða með dyggan stuðningsmann á pöllunum á Stade Geoffroy-Guichard í kvöld. 

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×