Innlent

Hitastig líklega vel yfir meðaltali í vikunni

Sunna Karen sigurþórsdóttir skrifar
Óvenju milt hefur verið í veðri.
Óvenju milt hefur verið í veðri. vísir/valli
Útlit er fyrir áframhaldandi milt veður miðað við árstíma og benda spár til þess að þessi vika verði meira og minna vel yfir meðaltali árstímans hvað hitastig varðar. Þá má búast við aðgerðarlitlu veðri á næstunni þó eitthvað muni kólna frá því sem verið hefur að undanförnu.

Á vef Veðurstofunnar segir að svona milt veður beri gjarnan með sér mikinn raka sem skili frekar mikilli úrkomu og fáum sólarstundum. „En það verður víst ekki bæði haldið og sleppt í þessu eins og svo mörgu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vefsíðunni.

Vegir eru greiðfærir um allt land en hálkublettir eru á Öxi.

Veðurhorfur á landinu

Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða súld, en sunnan 3-8 og víða léttskýjað norðaustan- og austanlands. Heldur hvassari á N-landi með morgninum, en dálítil rigning norðantil í nótt. Hiti 1 til 8 stig. Norðlæg átt, 3-10 og slydda á köflum fyrir norðan annað kvöld, en styttir víða upp syðra. Kólnandi veður.

Miðvikudagur:

Fremur hæg breytileg átt. Skýjað og víða rigning en slydda til fjalla. Norðaustan 5-10 á Vestfjörðum og él um kvöldið. Hiti 0 til 6 stig.

Fimmtudagur:

Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Skýjað með köflum og stöku él norðantil, annars þurrt. Hiti 0 til 5 stig við suðurströndina en vægt frost annars staðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×