Innlent

Herþotur raska rónni á Reykhólum

Gissur Sigurðsson skrifar
Þátttaka Finnlands og Svíþjóðar í loftrýmisgæslu Íslands heyrir til tíðinda, enda eru þau ekki í NATO.
Þátttaka Finnlands og Svíþjóðar í loftrýmisgæslu Íslands heyrir til tíðinda, enda eru þau ekki í NATO. Vísir/Vilhelm
Næstum heyrnarlaus vistmaður á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum vaknaði nýverið upp af værum eftirmiðdagsblundi við mikinn hávaða og hélt að hann hefði fengið heyrnina á ný.

Svo reyndist því miður ekki vera því hávaðinn stafaði frá sex norrænum orustuþotum sem flugu yfir svæðið í lágflugi.

Frá þessu er greint á Reykhólavefnum og þar segir Ása Björg Stefánsdótgtir í Árbæ, að loftið titri af herþotugný þegar vélarnar geysist þar um í æfingaflugi, en þetta eru þotur sem taka þátt í loftrýmisgæslunni sem nú stendur yfir.

Heimamenn segjast óttast að þessi gauragangur kunni að hafa skaðleg áhrif á fuglalíf við fjörðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×