FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR NÝJAST 11:45

Kastađi sér út úr bil og hljóp á strćtisvagna

SPORT

Henry velur fimm leikmenn Leicester í úrval fjögurra efstu liđanna

 
Enski boltinn
16:00 12. FEBRÚAR 2016
Robert Huth, Kante og Mahrez sem allir sjást á myndinni eru í liđi Thierry Henry.
Robert Huth, Kante og Mahrez sem allir sjást á myndinni eru í liđi Thierry Henry. VÍSIR/GETTY

Fimm leikmenn Leicester eru í úrvalsliði Thierry Henry, fyrrverandi leikmanns Arsenal og núverandi sparkspekingi Sky Sports, sem hann valdi úr fjórum efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar.

Þegar 25 umferðum er lokið í úrvalsdeildinni eru Refirnir afar óvænt á toppnum og með fimm stiga forskot á Tottenham sem er í öðru sæti með 48 stig.

Arsenal er í þriðja sæti með jafn mörg stig og erkifjendur sínir í Norður-Lundúnum og Manchester City, sem tapaði 3-1 fyrir Leicester um síðustu helgi, er í fjórða sætinu með 47 stig.

Henry mátti velja ellefu manna byrjunarlið úr leikmannahópum þessara liða og valdi Petr Cech, markvörð Arsenal, í markið.

Hector Bellerín, bakvörður Arsenal, Robert Huth, miðvörður Leicester, Laurent Koscielny, miðvörður Arsenal, og Christian Füchse, bakvörður Leicester, skipa svo varnarlínuna.

Huth hefur gengið í endurnýjun lífdaga hjá Leicester og skoraði tvívegis gegn City um síðustu helgi. Bellerín hefur neglt hægri bakvarðarstöðuna hjá Arsenal og kaup Leicester á Füchs eru ein þau bestu á tímabilinu.

N'Golo Kante, sem eins og fleiri hefur slegið í gegn hjá Leicester, er varnarsinnaður miðjumaður og með honum á miðjunni eru Riayd Mahrez og Dele Alli hjá Tottenham.

Henry stillir upp í tígulmiðju og er með stoðsendingkóng deildarinnar, Mesut Özil, fremstan á miðjunni fyrir aftan markahrókana Sergio Agüero hjá Manchester City og Jamie Vardy hjá Leicester.

Nánari útskýringar á hverju vali fyrir sig má lesa hér.


Úrvalsliđ Thierry Henry úr fjórum efstu liđunum.
Úrvalsliđ Thierry Henry úr fjórum efstu liđunum. MYND/SKY SPORTS


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Henry velur fimm leikmenn Leicester í úrval fjögurra efstu liđanna
Fara efst