Enski boltinn

Henderson: Við erum pirraðir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henderson er hér á eftir Zlatan í kvöld.
Henderson er hér á eftir Zlatan í kvöld. vísir/getty
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ekkert allt of sáttur við markalausa jafnteflið gegn Man. Utd í kvöld.

„Við erum pirraðir því við spiluðum ekki eins vel og við getum. Við sköpuðum ekki nóg af færum og hefðum getað verið beittari,“ sagði Henderson svekktur.

„Við byrjuðum leikinn alls ekki nógu vel en við unnum okkur vel inn í leikinn. Mér fannst við síðan hafa mikla yfirburði í síðari hálfleik.“

Það má til sanns vegar færa enda fékk Liverpool færin þá til þess að klára leikinn en David de Gea varði allt sem kom á mark United.

„Ég veit ekki hvort við vorum taugastrekktir en við vorum svolítið að þvinga þetta. Á endanum héldum við þá markinu hreinu og United kom og vann sína vinnu.“


Tengdar fréttir

Markalaust á Anfield

Liverpool og Man. Utd buðu ekki til neinnar markaveislu á Anfield í kvöld. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×