Lífið

Hefur þú séð þessa konu?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ný auglýsing Krabbameinsfélagsins er ansi hreint drungaleg en hún er gerð til að vekja athygli á Bleiku slaufunni. Árvekniátakið Bleika slaufan stendur til loka októbermánaðar og í ár er lögð áhersla á að fá fleiri konur til að mæta reglulega til leitar að leghálskrabbameini hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

Í nýju auglýsingunni er leitað að ýmsum, týndum konum og fer leikkonan Elma Stefanía til að mynda með hlutverk í henni.

Næstum því helmingur kvenna mætir ekki til leitar að leghálskrabbameini innan tilskilins tíma. Nú deyja að meðaltali tvær konur á ári úr leghálskrabbameini en öllum konum á aldrinum 23 til 65 ára er boðið að koma í leit á þriggja ára fresti. Konum á aldrinum 40 til 69 ára er enn fremur boðið í brjóstaleit á tveggja ára fresti.

Bleika slaufan í ár er hönnuð af Stefáni Boga Stefánssyni, hönnuði og gull- og silfursmið en sala slaufunnar stendur yfir í tvær vikur. Sem fyrr er markmiðið að selja fimmtíu þúsund slaufur.


Tengdar fréttir

Hvar eru konurnar?

50 ár eru síðan leit að leghálskrabbameini hófst og er talið að Íslendingar hefðu misst rúmlega sex hundruð fleiri konur úr sjúkdómnum hefði hennar ekki notið við. Enn svarar þó aðeins um helmingur kvenna kalli Krabbameinsfélagsins og mætir reglulega í skoðun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×