Innlent

Hefur ekki áhrif á önnur bönn

Ákveðið var að leyfa Black Death bjórinn eftir að eigandi vörumerkisins hafði kært höfnunina.
Ákveðið var að leyfa Black Death bjórinn eftir að eigandi vörumerkisins hafði kært höfnunina.
Ákvörðun ÁTVR um að heimila sölu á bjór kenndum við svarta dauða mun ekki hafa áhrif á tilvik þar sem fyrirtækið hefur hafnað öðrum tegundum áfengis. Þetta segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR).

ÁTVR hafði hafnað sölu á bjórnum Black Death vegna áletrunarinnar „drekkið í friði“ sem stóð á flöskunum. Ákvörðunin var byggð á því að á umbúðum áfengis megi einungis vera skilaboð sem tengist vörunni, gerð hennar eða eiginleikum.

Eigandi vörumerkisins kærði ákvörðunina til fjármálaráðuneytisins. „Þetta er sjálfstæð ákvörðun og er ekki skyld öðrum málum sem eru í gangi,“ segir Sigrún Ósk.

Vegna stjórnsýslukærunnar og þeirra röksemda sem þar hafi komið fram hafi verið farið yfir málið á nýjan leik. Í framhaldi af því var ákveðið að heimila söluna.

Sölu á nokkrum áfengistegundum hefur verið hafnað að undanförnu, meðal annars hefur rauðvíni, sem kennt er við hljómsveitina Motörhead, og páskabjór með mynd af páskaunga verið hafnað af ÁTVR.

- þeb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×