Innlent

Hefur áhyggjur af því að borgin sé að gera flugvöllinn verri

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Höskuldur segir að það verði að koma í veg fyrir að borgin nái að færa flugvöllinn.
Höskuldur segir að það verði að koma í veg fyrir að borgin nái að færa flugvöllinn. Vísir / Daníel
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist hafa verulegar áhyggjur af því að Reykjavíkurborg haldi í sífellu áfram að gera grunninn að Reykjavíkurflugvelli minni og verri. „Það er að gera hann að verri valkosti sem nauðsynlegan innanlandsflugvöll en ella,“ sagði hann um flugvallarmálið á þingi í dag.

Hann lýsti einnig áhyggjum sínum að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og aðrir borgarfulltrúar vísi í margra ára gömul samkomulög um flugvöllinn. Vísaði hann meðal annars til heimildar sem tekin var úr fjárlögum í ár sem heimilaði sölu á landi ríkisins undir Reykjavíkurflugvöll sem hann segir Dag fullyrða að samkomuleg um söluna sé enn í gildi.

„Ég verð að koma upp og segja frá þessu vegna þess að ég tel einsýnt að borgin ætlar með einhverjum ráðum að koma flugvellinum í burtu og það verður að stöðva,“ sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×