Innlent

Hátt í 90% hlynnt staðgöngumæðrun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Foreldrar Jóels Færseth Einarssonar eru fastir með hann í Indlandi, en hann er alinn af indverskri móður.
Foreldrar Jóels Færseth Einarssonar eru fastir með hann í Indlandi, en hann er alinn af indverskri móður.
Um 87% eru fylgjandi því að staðgöngumæðrun verði gerð lögleg á Íslandi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar MMR. Einungis 13% eru því andvíg. Könnunin var gerð dagana 11. - 14. janúar í gegnum síma og um 890 manns svöruðu.

Staðgöngumæðrun hefur verið töluvert til umfjöllunar upp á síðkastið eftir að íslenskt par varð að strandaglópum í Indlandi með barn þeirra sem alið var af indverskri konu. Fyrir Alþingi liggur núna þingsályktun um staðgöngumæðrun sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur flutt.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×