Innlent

Háskóli Íslands tekur í notkun nýja ofurtölvu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sæþór L. Jónsson, forstöðumaður Reiknistofnunar Háskóla Íslands, við nýju ofurtölvuna.
Sæþór L. Jónsson, forstöðumaður Reiknistofnunar Háskóla Íslands, við nýju ofurtölvuna. mynd/kristinn ingvarsson
Reiknistofnun Háskóla Íslands tekur í dag formlega í notkun nýja ofurtölvu en tölvan mun efla til muna rannsóknir á fjölmörgum vísindasviðum.

Í tilkynningu frá HÍ kemur fram að ofurtölvan muni opna möguleika til rannsókna sem byggjast á þungum tölvureikningum við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Reiknifræði, eða computational science, er ört vaxandi svið innan vísindarannsókna og er stundum sett fram sem þriðja rannsóknaaðferðin auk tilrauna og kennilegra rannsókna.

 

„Ísland hefur verið eftirbátur nágrannalandanna á þessu sviði en nú er stigið stórt skref í þá átt að jafna stöðu íslenskra vísindamanna. Allir starfsmenn og nemendur við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, sem vinna í rannsóknum þar sem þungir tölvureikningar koma við sögu, munu geta hagnýtt sér nýja tölvubúnaðinn,“ segir í tilkynningu.

Tölvubúnaðurinn er framleiddur af Lenovo í Kína en kaupin voru styrkt af Innviðasjóði Rannsóknasjóðs Íslands með mótframlagi frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Reiknistofnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×