Innlent

Harpa lýst upp í appelsínugulum lit

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Harpa var tendruð í appelsínugulum lit í gær og mun einnig vera það í kvöld.
Harpa var tendruð í appelsínugulum lit í gær og mun einnig vera það í kvöld. mynd/un women
Ljósaganga UN Women fer fram í kvöld en 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi hér á landi sem UN Women standa fyrir ásamt öðrum félagasamtökum.

Yfirskrift göngunnar í ár er „Heyrum raddir allra kvenna“ og leiðir Freyja Haraldsdóttir, talkskona Tabú, gönguna og flytur viðstöddum hugvekju.

Gangan hefst klukkan 19 á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar. Þar mun appelsínugul Harpa blasa við en fleiri byggingar víða um heim verða tendraðar þessum lit í tilefni dagsins. Appelsínuguli liturinn er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis, að því er segir í fréttatilkynningu frá UN Women.

Hægt verður að kaupa kerti á Arnarhóli í kvöld á 500 krónur. Þá verður jólagjöf UN Women, Ljósastaur í Nýju Delí, verður einnig til sölu á 3000 krónur.

 

Í dag fer jafnframt fram jafnréttisþing á vegum félags-og húsnæðismálaráðherra og af því tilefni verða Velferðarráðuneyti og Hilton Nordica Reykjavík, þar sem þingið fer fram, einnig lýst upp í appelsínugulum lit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×