Innlent

Hanna Birna svarar ekki boði nefndar

Jakob Bjarnar skrifar
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur boðið Hönnu Birnu að koma fyrir nefndina en hún hefur ekki enn svarað.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur boðið Hönnu Birnu að koma fyrir nefndina en hún hefur ekki enn svarað.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, hefur ekki enn svarað skriflegu boði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um að koma fyrir nefndina og greina frá sinni hlið, þeirri er snýr að hinu svokallað lekamáli. Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Nefndin sendi Hönnu Birnu bréf þessa efnis síðastliðinn föstudag, sama dag og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, greindi frá áliti sínu á samskiptum hennar og þáverandi lögreglustjóra, Stefáns Eiríkssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×