Innlent

Hálkuslys á höfuðborgarsvæðinu

Gissur Sigurðsson skrifar
Að sögn slökkviliðsins eykst hætta nú á slíkum slysum samfara því að snjór er farinn að troðast á gangstéttum og klaki að myndast á yfirborðinu.
Að sögn slökkviliðsins eykst hætta nú á slíkum slysum samfara því að snjór er farinn að troðast á gangstéttum og klaki að myndast á yfirborðinu. Vísir/GVA
Tvö hálkuslys urðu á Höfuðborgarsvæðinu með skömmu millibili snemma í morgun og voru báðir hinna slösuðu fluttir í sjúkrabílum á slysadeild, líklega beinbrotnir.

Að sögn slökkviliðsins eykst hætta nú á slíkum slysum samfara því að snjór er farinn að troðast á gangstéttum og klaki að myndast á yfirborðinu. Gildir þá einu þótt eitthvað hafi verið saltað, þannig að hyggilegt sé við þessar aðstæður að nota mannbrodda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×