Innlent

Hálka eða hálkublettir á stórum hluta landsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/gva
Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum en annars er víða hálka eða hálkublettir á Suðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þá er Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjófljóðahættu.

Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir á fjallvegum en víða greiðfært í Borgarfirði og á Snæfellsnesi.



Hálka er á flestum leiðum á Vestfjörðum en snjóþekja á Hálfdán, þæfingsfærð á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært á Þröskuldum en unnið að hreinsun.

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja  á vegum og snjókoma í Skagafirði og Eyjafirði. Þæfingsfærð er nú á Þverárfjalli og á Hófaskarði en unnið að hreinsun.

Hálka eða hálkublettir eru á vegum á Austurlandi en greiðfært frá Breiðdalsvík og með suðausturströndinni að Jökulsárlóni en þar tekur við hálka eða hálkublettir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×