Innlent

Hálf milljón fyrir orminn

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Af þrettán meðlimum sannleiksnefndar sögðu sjö myndskeið Hjartar vera af Lagarfljótsorminum.
Af þrettán meðlimum sannleiksnefndar sögðu sjö myndskeið Hjartar vera af Lagarfljótsorminum.
„Í ljósi bókunar sannleiksnefndar samþykkir bæjarstjórn að sjá til þess að verðlaunaféð vegna myndar af Lagarfljótsorminum verði greitt út,“ segir í samþykkt bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs sem þar hefur skorið úr um hvort myndband sem Hjörtur Kjerúlf bóndi tók í febrúar 2012 sýni Lagarfljóts­orminn.

Af þrettán meðlimum sannleiksnefndar sögðu sjö myndskeið Hjartar vera af Lagarfljótsorminum, fjórir að svo væri ekki og tveir voru ekki vissir. Niðurstaðan var kynnt í ágúst í fyrra en það er ekki fyrr en nú sem bæjarstjórnin samþykkir að greiða út hálfrar milljónar króna verðlaunafé sem sveitarfélagið hafði heitið fyrir mynd af orminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×