Haldið inni í skólum vegna gasmengunar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2014 19:09 Börnum var haldið inni í skólum um tíma í höfuðborginni í dag vegna mikillar gasmengunar frá eldstöðinni í Holuhrauni. Umhverfisfræðingur segir tengsl milli mengunarinnar og heilsubrests og tölur sýna tuttugu prósenta aukningu í sölu astmalyfja á landinu öllu. Borgarbúar hafa fundið töluvert fyrir menguninni í dag enda hafa loftgæðin verið slæm. Bæði hefur svifryk verið mikið og töluverð gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni. Þannig mældist styrkur brennisteinsdíoxíðs um 1800 mígrógrömm á rúmmetra þegar mest var í Reykjavík í dag. Í skólum var börnum jafnvel haldið inni um tíma enda ráðlagði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að það yrði gert á meðan að mengunin var hvað mest. Þá voru víða felldar niður íþróttaæfingar vegna mengunarinnar. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma og ofnæmisfélags Íslands, er með astma og fann hún vel fyrir menguninni í dag. „Þetta er einn af verstu morgnunum sem ég hef upplifað,“ Þeir sem eru með slæman astma þurfa oft að taka meira af lyfjunum sínum á degi sem þessu. Í tölum sem fréttastofa fékk frá Lyfju sést að sala fyrirtækisins á astmalyfjum á landinu öllu hefur aukist um 20% frá því gosið hófst. Þórbergur Egilsson hjá Lyfju sagði í samtali við fréttastofu í dag að sala astmalyfja hefði tekið stökk í haust og ekkert annað gæti skýrt það en mengunin frá gosinu. Mismunandi er eftir landsvæðum hversu mikið salan hefur aukist en aukningin er hvað mest á Austurlandi. Hún hefur einnig aukist töluvert á höfuðborgarsvæðinu. Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir er umhverfisfræðingur og doktorsnemi í faraldsfræði. Frá árinu 2009 hefur hún skoðað áhrif loftmengunar á heilsu í Reyjavík. „Erlendar rannsóknir þær sýna einhverjar að það er samband á milli brennisteinsdíoxíðs og heilsubrests. Út frá þessu þá er eiginlega mín tilfinning sú að þetta er að hafa áhrif og sérstaklega á þá sem að eru viðkvæmir og þá vil ég nefna að viðkvæmir það eru ekki bara þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Það eru líka börnin og okkar og það eru eldra fólk,“ segir Ragnhildur. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Börnum var haldið inni í skólum um tíma í höfuðborginni í dag vegna mikillar gasmengunar frá eldstöðinni í Holuhrauni. Umhverfisfræðingur segir tengsl milli mengunarinnar og heilsubrests og tölur sýna tuttugu prósenta aukningu í sölu astmalyfja á landinu öllu. Borgarbúar hafa fundið töluvert fyrir menguninni í dag enda hafa loftgæðin verið slæm. Bæði hefur svifryk verið mikið og töluverð gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni. Þannig mældist styrkur brennisteinsdíoxíðs um 1800 mígrógrömm á rúmmetra þegar mest var í Reykjavík í dag. Í skólum var börnum jafnvel haldið inni um tíma enda ráðlagði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að það yrði gert á meðan að mengunin var hvað mest. Þá voru víða felldar niður íþróttaæfingar vegna mengunarinnar. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma og ofnæmisfélags Íslands, er með astma og fann hún vel fyrir menguninni í dag. „Þetta er einn af verstu morgnunum sem ég hef upplifað,“ Þeir sem eru með slæman astma þurfa oft að taka meira af lyfjunum sínum á degi sem þessu. Í tölum sem fréttastofa fékk frá Lyfju sést að sala fyrirtækisins á astmalyfjum á landinu öllu hefur aukist um 20% frá því gosið hófst. Þórbergur Egilsson hjá Lyfju sagði í samtali við fréttastofu í dag að sala astmalyfja hefði tekið stökk í haust og ekkert annað gæti skýrt það en mengunin frá gosinu. Mismunandi er eftir landsvæðum hversu mikið salan hefur aukist en aukningin er hvað mest á Austurlandi. Hún hefur einnig aukist töluvert á höfuðborgarsvæðinu. Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir er umhverfisfræðingur og doktorsnemi í faraldsfræði. Frá árinu 2009 hefur hún skoðað áhrif loftmengunar á heilsu í Reyjavík. „Erlendar rannsóknir þær sýna einhverjar að það er samband á milli brennisteinsdíoxíðs og heilsubrests. Út frá þessu þá er eiginlega mín tilfinning sú að þetta er að hafa áhrif og sérstaklega á þá sem að eru viðkvæmir og þá vil ég nefna að viðkvæmir það eru ekki bara þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Það eru líka börnin og okkar og það eru eldra fólk,“ segir Ragnhildur.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira