Innlent

Hafna bótakröfu verslunareigenda

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Verslunareigendur segjast hafa tapað tekjum vegna langvarandi framkvæmda við Austurveg.
Verslunareigendur segjast hafa tapað tekjum vegna langvarandi framkvæmda við Austurveg. Fréttablaðið/GVA

Verslanirnar Sjafnarblóm og Fjallkonan á Selfossi krefja sveitarfélagið Árborg um bætur vegna framkvæmda við aðalgötuna Austurveg í sumar.

Fram kemur í bréfi að verslanir við Austurveg hafi þurft að þola miklar þrengingar vegna framkvæmda við Austurveg sem tekið hafi lengri tíma en eðlilegt megi teljast. Aðgangur að verslunum hafi ítrekað verið skertur.

„Þessi endurteknu og langvarandi inngrip í aðgengi að verslunum við Austurveg hafa komið mjög þungt niður á rekstri verslananna. Tekjutap þeirra er verulegt og er svo komið að verslunareigendur telja sig knúna til að fara fram á bætur vegna tekjutaps,“ segir í kröfubréfinu sem bæjarráð hafnaði á fimmtudag.

Bæjarráð segir nauðsynlegt að endurnýja götur og veitulagnir. Hjáleiðir hafi verið að fyrirtækjum og lokanir auglýstar mjög rækilega. „Bæjarráði þykir miður að verslunar­eigendur upplifi tjón af þessum völdum en telur ekki um bótaskylt tjón að ræða.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×