Innlent

Hæstiréttur sýknar DV og Reyni af stefnu Söru Lindar

Birgir Olgeirsson skrifar
Hæstiréttur Íslands sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði staðfest kröfu Söru Lindar Guðbergsdóttur gegn útgáfufélagi DV og Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra blaðsins.
Hæstiréttur Íslands sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði staðfest kröfu Söru Lindar Guðbergsdóttur gegn útgáfufélagi DV og Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra blaðsins. vísir/Anton brink
Hæstiréttur Íslands hefur sýknað útgáfufélag DV og Reyni Traustason, fyrrverandi ritstjóra blaðsins, af stefnu Söru Lindar Guðbergsdóttur vegna umfjöllunar blaðsins um hana. Það er Stundin sem greinir frá þessu á vef sínum.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað útgáfufélagið og Reyni af stefnu Stefáns Einars Stefánssonar vegna ummæla í umfjöllun um hann en hins vegar voru ummæli blaðsins um Söru Lind Guðbergsdóttur, eiginkonu Stefáns, dæmd dauð og ómerk og blaðinu gert að greiða henni miskabætur.

Hæstiréttur hefur nú snúið þessum dómi samkvæmt Stundinni.


Tengdar fréttir

Meiðyrðamál gegn DV fyrir dómi

Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Söru Lindar Guðbergsdóttur starfsmanns VR og ástkonu fyrrverandi formanns VR gegn Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, og blaðamanni blaðsins, stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×