Innlent

Hælisleitendur teknir við í Sundahöfn

GS skrifar
Tveir erlendir hælisleitendur voru handteknir á öryggissvæði Eimskips við Sundahöfn í Reykjavík í nótt, þegar þeir ætluðu að laumast um borð í flutningaskip, sem var að fara vestur um haf.

Þeir voru vistaðir í fangageymslum í nótt og verða fluttir í athvarf hælisleitenda í Reykjanesbæ í dag. Þetta er að minnstakosti tíunda ámóta tilvikið síðan í vor og virðist sem margir hælisleitendur líti á Ísland eins og stökkpall til að komast til Bandaríkjanna eða Kanada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×