Innlent

Hælisleitendur flúðu land

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Annar strákanna tveggja.
Annar strákanna tveggja.
Mál hælisleitendanna tveggja sem gerðu tilraun til þess að komast af landi brott með því að smygla sér um borð í flugvél Icelandair í sumar er í uppnámi. Þeir hafa flúið land.

Það vakti mikla athygli í sumar þegar þeir Adam Aamer og Alhawari Agukourchi voru handteknir um borð í flugvél Icelandair sem var á til Danmerkur. Þeir dvalist hér landi fjóra mánuði sem hælisleitendur áður en þeir létu til skarar skríða og komust inn á öryggissvæði flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þar stálu þeir starfsmannabúningum og laumuðust um borð.

Upp komst um athæfið og var flugvélin tekin í öryggisskoðun, önnur vél fengin til flugsins og önnur áhöfn líka, vegna hvíldartímaákvæða. Brottför flugsins seinkaði um fjórar klukkustundir af þessum sökum og Icelandair lagði fram skaðabótakröfu á vegna þessa tjóns sem félagið varð fyrir af þessum völdum. Síðan

Í samtali við fréttastofu í sumar viðurkenndu mennirnir að hafa margsinnis reynt að flýja land, yfirleitt með því að komast um borð í skip. Og þá sögðust þeir ekki af baki dottnir, þeir væru staðráðnir í því að komast héðan.

Samkvæmt upplýsingum frá Ríkissaksóknara hefur þeim nú loks tekist ætlunarverk sitt en ekki er ljóst hvaða flóttaaðferð þeir notuðu í þetta sinn.

Ákært hafði verið í máli þeirra en nú hefur málið verið endursent ríkissaksóknara úr dómi og er nú í bið. Til greina kemur að senda ákæuna á eftir þeim til meðferðar í öðru landi en að sögn Huldu Maríu Stefánsdóttur saksóknara hefur slík ákvörðun ekki verið tekin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×