Innlent

Hægt að skíða um land allt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skíðasvæðin eru víða opin í dag.
Skíðasvæðin eru víða opin í dag. Vísir/Vilhelm
Skíðasvæði eru opin víða um land í dag og virðist færið vera með besta móti.

Opið verður í Bláfjöllum og Skálafelli frá 10-17. Á heimasíðu skíðasvæðanna segir að þar liggi smá af nýföllnum snjó yfir öllu og að færið sé frábært.

Þá er opið frá 10-16 í Hlíðarfjalli og frá 11-16 á skíðasvæðinu á Siglufirði. Þar er frábært færi, troðinn, þurr snjór og göngubraut verður tilbúin klukkan 13 á Hólssvæðinu.

Einnig er skíðasvæðið í Oddsskarði opið frá 11-15 og skíðasvæðið í Stafdal frá 10-16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×