Bíó og sjónvarp

Hægt að horfa á mynd Leonardo Di Caprio um loftslagsbreytingar á netinu

Atli Ísleifsson skrifar
Leonardo ræðir við Bandaríkjaforseta.
Leonardo ræðir við Bandaríkjaforseta.
Aðstandendur kvikmyndarinnar Before the Flood hafa nú gert myndina aðgengilega á netinu. Þar má sjá leikarann Leonardo Di Caprio ferðast um heiminn til að kynna sér afleiðingar hlýnunar jarðar og mögulegar lausnir við þeim vanda sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir.

Mashable greinir frá því að myndin, sem er 95 mínútna löng, hafi verið gerð aðgengileg á Facebook, YouTube, Hulu og fleiri stöðum frá 30. október til 6. nóvember.

Vangaveltur eru uppi um að með því að dreifa myndinni með þessu hætti sé vonast til að hafa áhrif á sem flesta áður en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á þriðjudaginn í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×