Innlent

Hæg aukning inflúensu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Átta einstaklingar greindust með inflúensu í fjórðu viku ársins, samkvæmt veirufræðideild Landspítalans. Þar af voru fimm með inflúensu A og þrír með inflúensu B.

Lítil aukning var á klínískum inflúensugreiningum samkvæmt sjálfvirkum tilkynningum heilsugæslunnar úr Sögu sjúkraskrárkerfinu í fjórðu viku. Inflúensan fer því hægt af stað þennan veturinn en búist er við að greiningar á inflúensu aukist á næstu vikum. Þrír sjúklingar lögðust inn á Landspítala í 4. viku með staðfesta inflúensu, þar af voru tveir með inflúensu B og einn með inflúensu A.

Í samantekt á vef Landlæknis segir að samkvæmt fréttum frá nágrannaþjóðum hafi verið hæg aukning á inflúensu í Danmörku og Noregi í fjórðu viku þessa árs en í Svíþjóð virtist tilfellum fjölga hraðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×