Gylfi lagði upp jöfnunarmark Everton

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi hefur ekki komist í gang hjá Everton.
Gylfi hefur ekki komist í gang hjá Everton. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp annað mark Everton í jafntefli gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Palace komst yfir strax á fyrstu mínútu með marki frá James McArthur. Everton fékk vítaspyrnu á 6. mínútu sem Leighton Baines skoraði úr af öryggi.

Wilfred Zaha kom Palace aftur yfir á 35. mínútu.

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks rændi Gylfi Þór boltanum af fyrirliða Palace, Scott Dann, og lagði hann fyrir Oumar Niasse sem kláraði færið og jafnaði leikinn fyrir Everton.

Engin mörk voru skoruð í seinni hálfleik og lokastaðan því 2-2.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir Burnley sem sigraði Swansea 2-0 á heimavelli. Jack Cork og Ashley Barnes skoruðu mörk Burley í fyrri hálfleik.

Bournemouth gekk frá Huddersfield 4-0 en Callum Wilson skoraði þrennu fyrir Bournemouth.

Manchester City sigraði Leicester örugglega 2-0 með mörkum frá Gabriel Jesus og Kevin de Bruyne sitt hvoru megin við hálfleikinn.

Chelsea átti ekki í vandræðum með West Brom og sigraði 0-4. Edin Hazard skoraði tvö marka Englandsmeistaranna, Alvaro Morata eitt og Marco Alonso eitt.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira