Enski boltinn

Gylfi á æfingu með Seattle Seahawks

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mynd/Heimasíða Tottenham
Gylfi Þór Sigurðsson er mættur til Bandaríkjanna í æfingarferð með Tottenham Hotspur þrátt fyrir háværa orðróma um að hann væri á förum frá félaginu. Tók hann þátt í sameiginlegri æfingu Tottenham og Seattle Seahawks í dag.

Samkvæmt heimildum SkySports samþykkti Tottenham tilboð í Gylfa frá Crystal Palace á dögunum en hann var þó mættur með félaginu á æfingu í Bandaríkjunum.

Er þetta í annað sinn á tæplega ári sem Tottenham heldur sameiginlega æfingu með liði úr NFL-deildinni en San Fransisco 49ers og Tottenham héldu sameiginlega æfingu í október síðastliðinn fyrir leik 49ers og Jacksonville Jaguars.

Myndir af æfingunni má sjá hér fyrir neðan.



Gylfi og Harry Kane, leikmaður Tottenham



Fleiri fréttir

Sjá meira


×