SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebatian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Gunnar Nelson mćttur til London

 
Sport
16:00 14. MARS 2017
Gunnar Nelson áritar veggspjöld fyrir bardagakvöldiđ.
Gunnar Nelson áritar veggspjöld fyrir bardagakvöldiđ. MYND/MJÖLNIR/SÓLLILJA BALTASARSDÓTTIR
skrifar frá London

Gunnar Nelson er mættur til London þar sem hann snýr aftur í búrið eftir tíu mánaða fjarveru á laugardaginn. Hann berst við Bandaríkjamanninn Alan Jouban í O2-Höllinni en það er annar af tveimur aðalbardögum kvöldsins.

Gunnar hefur æft í Dyflinni á Írlandi undanfarnar vikur eins og oft áður fyrir bardaga sína en þar hefur þjálfari hans, John Kavanagh, aðsetur. Kavanagh er einnig þjálfari írska vélbyssukjaftsins og Íslandsvinarins Conors McGregors.

Það er margt sem þarf að gera í aðdraganda bardagakvöld á vegum UFC en í dag þurfti Gunnar til dæmis að árita veggspjöld sem aðdáendur geta svo fengið þegar bardagavikan hefst formlega á fimmtudaginn.

Nánast allt teymið hans Gunnars er mætt til London en sjálfur lenti hann í gær. Faðir hans og annar tveggja umboðsmanna, Haraldur Dean Nelson, og Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og stórvinur Gunnars, komu til London snemma í morgun.

Vikan hjá Gunnari snýst nú um að sinna fjölmiðlum, leggja lokahönd á æfingar og skera af sér fáein kíló áður en hann stígur á vigtina á föstudaginn.

Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Gunnar Nelson mćttur til London
Fara efst