Sport

Gunnar hefur trú á því að Conor standi við stóru orðin í nótt | Myndband

Gunnar Nelson yrði ekki hissa á því ef Conor McGregor kláraði Dennis Siver á innan við tveim mínútum í nótt.

Írinn, og góðvinur Gunnars, stígur þá inn í hringinn í sínum stærsta bardaga til þessa. Staðan er einföld. Ef Conor vinnur þá fær hann að keppa við meistarann, Jose Aldo, næst.

Bardaginn fer fram í Boston og stemningin verður engri lík. Haugur af Írum býr í Boston og fjölmargir Írar hafa líka flogið til Boston og munu gera allt geðbilað í nótt.

Viðtal við Gunnar um bardagann má sjá hér að ofan.

Bardagakvöldið hefst klukkan þrjú í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

MMA

Tengdar fréttir

Annar bardagi Donald Cerrone á aðeins 15 dögum

Í kvöld mætast þeir Donald Cerrone og Benson Henderson í þriðja sinn. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Boston en þetta verður annar bardagi Cerrone á aðeins 15 dögum.

Á Siver möguleika gegn McGregor?

Í nótt mætir írska stórstjarnan Conor McGregor Þjóðverjanum Dennis Siver. UFC hefur eytt miklu púðri í að kynna bardagann án þess þó að minnast mikið á Dennis Siver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×