Íslenski boltinn

Gunnar: Jákvætt að leikmenn séu stressaðir

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gunnar Rafn.
Gunnar Rafn. Mynd/Vísir
„Það er alveg frábær stemming í hópnum fyrir þennan leik,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, fyrir bikarúrslitaleikinn í dag.

Selfoss leikur í fyrsta sinn í bikarúrslitum í dag þegar þær mæta ríkjandi Íslandsmeisturunum, Stjörnunni, á Laugardalsvelli.

„Það verður örugglega eitthvað stress í byrjun en ég vona að þær notfæri sér það bara á jákvæðan hátt. Það er eðlilegt og að ég tel bara gott að leikmenn séu stressaðir fyrir svona stórleik.“

Selfoss á von á miklum stuðningi úr stúkunni í leiknum en rútuferðir verða frá bænum og á Laugardalsvöll.

„Það verða sætaferðir frá öllu Suðurlandinu í dag og það er bara vonandi að fólk nýti sér það. Eigum við ekki að segja það,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður hvort þetta væri Suðurlandið gegn höfuðborginni.

Gunnar leggur mikla áherslu á að stöðva sóknarleik Stjörnunnar en Stjarnan vann 5-3 sigur á Selfossi í júní. Harpa Þorsteinsdóttir fór á kostum í leiknum og setti fjögur mörk.

„Það var mjög góður leikur og jafn en þær náðu að nýta færin sín, vonandi getum við lokað á það á morgun. Við náðum að setja þrjú mörk á þær en þær hafa aðeins fengið á sig tíu, það sýnir svolítið okkar styrk.“


Tengdar fréttir

Ólafur: Það er enginn saddur í Garðabænum

Kvennalið Stjörnunnar keppir í fjórða sinn í sögu félagsins í bikarúrslitum í dag þegar Stjarnan mætir Selfoss á Laugardalsvelli. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar telur að þetta sé stærsti leikur ársins.

Allt Suðurlandið styður okkur

Selfoss leikur í dag í fyrsta sinn í sögu félagsins til úrslita í bikarnum. Þrjátíu ár eru síðan kvennalið Selfoss sigraði Stjörnuna en fyrirliði liðsins telur að það séu helmingslíkur hver ber sigur úr býtum í Laugardalnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×