Enski boltinn

Gummi Ben: Ben Foster er í bullinu | Sjáðu klaufabárðinn gefa Villa sigurinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aston Villa getur þakkað Ben Foster, markverði West Bromwich Albion, fyrir fyrsta sigurinn sem liðið vann í ensku úrvalsdeildinni síðan í desember.

Aston Villa lagði WBA, 2-1, á heimavelli sínum í kvöld, en sigurmarkið skoraði Christian Benteke úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Heimamenn fengu vítaspyrnuna á silfurfati frá klaufabárðinum Ben Foster í markinu. Hann missti boltann úr höndum sér og straujaði svo niður Matthew Lowton í teignum.

Foster hafði fyrr í leiknum verið nálægt því að fá á sig mark þegar hann missti boltann í gegnum klofið á sér en slapp með skrekkinn. Marklínutæknin bjargaði honum að hluta til þar eins og sjá má hér.

Guðmundur Benediktsson lýsti leiknum í kvöld og fór gjörsamlega hamförum þegar Foster var að klúðra málunum eins og sjá má hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×