Fótbolti

Gummi Ben: "Ég er með arnaraugu og þessi var inni“ | Sjáðu markið sem aldrei varð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frábær markvarsla hjá Hugo Lloris.
Frábær markvarsla hjá Hugo Lloris. vísir/getty
Í Meistaradeildarmessu gærkvöldsins spannst talsverð umræða um mark sem Javier Hernández, framherji Bayer Leverkusen, taldi sig hafa skorað gegn Tottenham.

Í upphafi seinni hálfleiks fékk Hernández boltann frá Lars Bender, Mexíkóinn var fyrir opnu marki en Hugo Lloris, markvörður Tottenham, varði skot hans.

Hernández taldi að boltinn hefði farið inn fyrir línuna en tyrkneski dómarakvintettinn dæmdi ekki mark.

Marklínutæknin tók svo af allan vafa en boltinn var ekki kominn allur inn fyrir.

Þrátt fyrir það var Guðmundur Benediktsson ekki sannfærður.

„Ég er á því að boltinn hafi farið inn. Ég er með arnaraugu og ég er viss um að þessi bolti hafi farið allur inn fyrir,“ sagði Gummi ákveðinn en þeir Hjörvar Hafliðason og Jóhannes Karl Guðjónsson ræddu atvikið í þaula.

Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Lloris: Jafntefli er fín úrslit

Markvörður Tottenham, Hugo Lloris, var hæstánægður með markalausa jafnteflið gegn Bayer Leverkusen í Þýskalandi í kvöld.

Gott stig hjá Spurs

Ekkert mark var skorað í leik Bayer Leverkusen og Tottenham í E-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×