Innlent

Guðni lét til sín taka í Bergen: „Loksins fæ ég að gera eitt­hvað“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hér má sjá þá Guðna Th. og Harald Noregskonung ásamt Elizu Reid, Sonju Noregsdrottningu og Hákoni Noregsprin á dögunum.
Hér má sjá þá Guðna Th. og Harald Noregskonung ásamt Elizu Reid, Sonju Noregsdrottningu og Hákoni Noregsprin á dögunum. Vísir/EPA

Snjórinn sem tók á móti Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands og eiginkonu hans Elizu Reid, í Bergen í Noregi í dag var bæði blautur og kaldur. Guðni fór um víðan völl í Bergen í dag og mundaði meðal annars fínustu öxi.



„Alveg eins og veðrið heima,“ sagði Guðni um snjóinn áður en ferð hans og fylgdarliðs um norska sjávarannsóknarsetrið hófst. Í för með Guðna voru ásamt Haraldi V Noregskonungi, Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra og konsúll Íslands í Noregi, Kim Ingjærde.



Guðni heimsótti meðal annars Háskólann í Bergen og í sjávarannsóknarsetrinu fræddust þjóðarleiðtogarnir tveir um makríl og nýjustu tækni við veiðar á honum.



Opinber heimsókn forsetahjónanna til Noregs hefur staðið yfir í þrjá daga en henni lauk í dag.



Guðni heimsótti einnig Bryggjuhverfið í Bergen sem á rætur sínar að rekja til ársins 1350 og er á heimsminjaskrá UNESCO.



Þar skoðaði Guðni og fylgdarlið meðal annars hvar verið er að vinna að endurgerð gamalla bygginga við bryggjuhverfið og fékk Guðni meðal annars að grípa í öxi.



„Loksins fæ ég að gera eitthvað,“ sagði Guðni þá með bros á vör en myndir af ferð forsetahjónanna til Bergen má sjá á vef Bergens Avisen en Hermann Ingólfsson, sendiherra Íslands í Noregi, deildi þessari mynd af Guðna með öxina góðu í Bergen, fyrr í dag.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×