Enski boltinn

Guardiola: Sane fær tækifæri til þess að sýna þýska landsliðinu gæði sín

Einar Sigurvinsson skrifar
Leroy Sane í leik með Manchester City.
Leroy Sane í leik með Manchester City. getty
„Leroy [Sane] verður að átta sig á því að þessu ákvörðun kann að gera hann sterkari,“ segir Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, þegar hann var spurður út í þá ákvörðun Joachim Löw að velja ekki Leroy Sane í þýska HM-hópinn.

„Hann er ungur og eftir tvö ár verður Evrópumót og eftir fjögur ár verður annað heimsmeistaramót. Ég held að þetta sé hluti af fortíðinni núna. Landsliðsþjálfarinn velur það sem er best fyrir landsliðið.“

Árangur þýska liðsins á heimsmeistaramótinu í Rússlandi var mikil vonbrigði, en liðið endaði neðst í sínum riðli með þrjú stig.

„Sane verður að samþykkja þetta og líta fram á veginn. Hann fær tækifæri til þess að sýna þýska landsliðinu og okkur öllum gæði sín.“

Leroy Sane var valinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar eftir síðasta tímabil og segir Guardiola að hann verði að halda áfram að þróa sinn leik.

„Hann verður að bæta leik sinn og halda áfram þeim gæðum sem hann sýndi á síðustu leiktíð. Við erum virkilega ánægð með að hafa hann hér,“ segir Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×