Enski boltinn

Guardiola: Meðferðin sem Wenger hefur fengið óásættanleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger og Pep Guardiola takast í hendur.
Arsene Wenger og Pep Guardiola takast í hendur. Vísir/Getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að gagnrýnin sem Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur fengið á sig síðustu daga sé afar ósanngjörn.

Arsenal tapaði fyrir Bayern, 5-1, í fyrri leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku en liðið hefur ekki komist í fjórðungsúrslit keppninnar síðan 2010.

„Það sem ég hef heyrt síðustu tíu dagana - hvernig fólk, fyrrum leikmenn og fjölmiðlamenn tala um Arsene Wenger er óásættanlegt,“ sagði Guardiola eftir markalaust jafnatefli sinna manna gegn Huddersfield í enska bikarnum í gær.

Guardiola var spurður hvort að hann hefði átt að stilla upp sterkara liði í leiknum.

„Þetta var vanvirðing, það sem gerðist. Þess vegna tökum við okkar ákvarðanir og þið getið sagt það sem þið viljið,“ sagði Guardiola enn fremur.

City og Huddersfield mætast aftur þann 28. febrúar, en þá í Manchester. City á næst leik gegn Monaco í Meistaradeild Evrópu, annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×