Innlent

Grunur um íkveikju hjá Hringrás

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Lögreglan óskar eftir upplýsingum um málið.
Lögreglan óskar eftir upplýsingum um málið. vísir/ernir
Grunur leikur á að kveikt hafi verið í á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Kviknað hafði í málmhrúgu á lóð fyrirtækisins og þykir mikil mildi að ekki hafi farið verr, en allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út vegna eldsvoðans.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem óskað er eftir upplýsingum um málið. Þeir sem telja sig hafa vitneskju um eldsvoðann eru beðnir um að hafa samband í síma 444-1000, eða að senda tölvupóst á netfangið gunnar.bachmann@lrh.is. Þá er einnig hægt að senda lögreglunni einkaskilaboð á Facebook.


Tengdar fréttir

Vilja Hringrás burt

Mildi þótti að vindur var lítill og vindátt var hagstæð þegar eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í gærkvöldi.

Starfsemi Hringrásar stöðvuð

Í ljós kom að fyrirtækið brýtur gegn starfsleyfi með því að geyma of mikið efni á vinnusvæði sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×