Enski boltinn

Grobbelaar grimmur: Mignolet er verri en Drakúla

Grobbelaar og Mignolet.
Grobbelaar og Mignolet.
Margir hafa tengt lélegt gengi Liverpool í vetur við söluna á Luis Suarez til Barcelona. Fyrrum markvörður félagsins, Bruce Grobbelaar, er ekki einn þeirra.

Liverpool náði öðru sæti í deildinni í fyrra þrátt fyrir að fá á sig 50 mörk. Meistarar Man. City fengu á sig 37. Liverpool er þegar búið að fá á sig 18 mörk í vetur og Grobbelaar kennir markverðinum, Simon Mignolet, um.

„Lið sem fær á sig 50 mörk ætti aldrei að ná öðru sæti. Mögnuð frammistaða Suarez og Sturridge sá til þess að ekki var mikið rætt um þá staðreynd," sagði Grobbelaar.

„Liverpool þarf að taka til hjá sér og fá einhvern í markið sem fær á sig að hámarki 30 mörk. Mignolet er lélegur stjórnandi þarna aftast. Ég hef sagt að hann sé verri en Drakúla því Drakúla kemur að minnsta kosti stundum úr líkkistunni sinni. Mignolet stendur bara á línunni og gerir ekki neitt.

„Markvörður þarf að verja allan teiginn. Ekki bara markteiginn. Teigurinn er hans svæði. Þetta eru engin geimvísindi. Þegar boltinn er í loftinu inn í teig þá ferðu út og nærð í hann. Þá færðu dæmdar fleiri aukaspyrnur og færð á þig færri mörk."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×