Innlent

Grafalvarlegt mál ef flugið leggst af

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Rúnar Þorvaldsson bæjarfulltrúi á Hornafirði.
Árni Rúnar Þorvaldsson bæjarfulltrúi á Hornafirði.
Grafalvarlegt mál ef af verður og algjörlega nauðsynlegt að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt gerist, segir Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Hornafirði. Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, sagði frá því á Vísi í morgun að flug félagsins til Hornafjarðar og annarra minni staða myndi sennilegast leggjast af.

„Þetta er mál sem þarf að bregðast strax við svo þetta gerist ekki. Það er algjört ófremdarástand ef flug leggst niður til Hornafjarðar. Ríkið verður að bregðast strax við til að koma í veg fyrir að þetta gerist," segir Árni Rúnar.

Hann segir að flug Ernis sé mjög mikilvægur hluti af samgöngum þessa svæðis. Hann býst við því að málið verði rætt á fundi bæjarstjórnar á morgun. Svo verði það rætt við fulltrúa Vegagerðarinnar, sem ber ábyrgð á málinu af hálfu ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×