Skoðun

Góðar spurningar – fyrir frábær áramótaheit

Herdís Pála Pálsdóttir skrifar
Nú er sá skemmtilegi árstími fram undan þegar margir fara að huga að skemmtilegum áramótaheitum.

Hér koma spurningar sem þú getur snúið upp í frábær áramótaheit.

Myndi ég ráða mig í starfið mitt, byggt á þeirri frammistöðu sem ég hef verið að sýna?

Sama hvort þú ert fyrirtækiseigandi, stjórnandi eða almennur starfsmaður þá skiptir frammistaða þín í starfi miklu máli. Leggðu meira upp úr skilvirkni og því að ná árangri en bara því að vera mjög upptekinn eða vinna sem lengsta vinnudaga. Virði og framleiðni skiptir miklu máli. Ert þú að skapa virði með verkefnum þínum eða er kominn tími á að endurskoða verkefni og vinnubrögð?

Sýndu ávallt frammistöðu sem myndi tryggja þér starfið þitt væri það laust til umsóknar.

Tel ég að ég sé orðinn betri starfsmaður en fyrir ári?

Tímarnir breytast hratt og allt er í mikilli þróun.

Hversu vel fylgist þú með nýjustu rannsóknum, tækniþróun og vinnubrögðum í þínu fagi? Fórstu á einhverja ráðstefnu eða námskeið? Nýttir þú þér markþjálfun? Hvað last þú margar greinar eða bækur á árinu sem tengjast þínu fagi? Þú þarft að hugsa um eigin þróun. Ef þú ert ekki að þróa þig áfram og með umhverfinu sem þú starfar í þá ert þú að dragast aftur úr.

Er ég vinnufélaginn sem fær alla til að gleðjast þegar ég mæti – eða þegar ég mæti ekki?

Eitt er að ná góðum árangri í starfi sínu en það hvernig vinnufélagi við erum skiptir líka mjög miklu máli, alveg sama hvaða stöðu við gegnum.

Þegar stjórnendur meta sitt starfsfólk þá horfa þeir ekki síður til þess hvað hver og einn einstaklingur er að gera til að efla heildina. Ert þú tilbúinn til að aðstoða samstarfsfólk þitt? Ert þú með jákvæð viðhorf og lausnamiðaða hugsun? Deilir þú þekkingu og upplýsingum með samstarfsfólki þínu? Sýnir þú samstarfsfólki þínu áhuga og umhyggju?

Flest verjum við um það bil 50% af vökutíma okkar á hverjum sólarhring í vinnunni og jafnvel meiri tíma með vinnufélögum en fjölskyldu. Veldu viðhorf þín vel. Veldu að vera góður vinnufélagi.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×