Skoðun

Góðan daginn Íslendingar

Helga María Guðmundsdóttir skrifar
Ég er ein af þeim sem er svakalega ómannglögg og hef átt erfitt með að muna eftir fólki þegar það er komið í nýjar aðstæður. Ég hef þó bætt mig töluvert með aldrinum, eða það held ég allavega. En í dag er ég farin að heilsa annarri hvorri manneskju sem framhjá mér gengur. Það þarf ekki alltaf að vera að ég þekki einstaklinginn heldur getur hún verið lík einhverjum sem ég þekki eða ég hef séð hana í sjónvarpinu, en það bregst ekki að mér er alltaf heilsað til baka. Stundum þegar ég sé einhvern kunnuglegan þá byrja ég að brosa og hvað gerist, ég fæ bros til baka. Fjölskyldan mín og vinir hafa tekið eftir þessum eiginleika mínum og hefur litla systir sérstaklegt gefið þessu eftirtekt, enda benti hún mér á það í gær að ég væri að heilsa dömunni sem var að afgreiða mig í skóbúðinni nokkrum mínútum áður.

En það skemmtilega við þetta allt saman er hvað Íslendingar eru opnir og eru tilbúnir að bjóða góðan daginn við hvaða tilefni sem er. Við erum tilbúin að viðurkenna að við erum ekki öll eins og að fagna skal öllum fjölbreytileika.

Hvernig eru Íslendingar?

Ég hef oft verið spurð hvað einkennir Íslendinga. Ég á erfitt með að svara þar sem íslenska flóran er mjög fjölbreytt. En auðvelt er að nefna að við erum góð í íþróttum, margir hafa nælt sér í háskólagráðu, við erum með mannanafnanefnd sem er alltaf jafn gaman að segja frá og já, við erum með góða nærveru. Allavega heimsækja okkur hundruðir erlendra ferðamanna í hverjum mánuði og ástæðan er ekki einungis fallega náttúran okkar og lundabúðirnar, heldur einnig Íslendingar. Fólk kemur þar sem það er búið að heyra af gestrisni okkar og að gaman sé að heimsækja land og þjóð. Hérna kemur fólk til að kynnast okkur og njóta lífsins.

Nú þegar Evrópumótið stendur sem hæst þá kemur samheldnin svo vel fram sem einkennir okkar þjóð. Stuðningurinn og jákvæði andinn smitar frá sér og mjög margir eru farnir að halda með Íslandi því þeir vilja taka þátt í þessari ólýsanlegu stemmingu. Sjaldan hefur land og þjóð fengið jafn mikla landkynningu, bæði vegna stórkostlegs árangurs og leiðsheild íslenska liðsins og einnig vegna liðsheild áhorfenda og prúðsemi. Árangur okkar á mótinu verður ekki aðeins mældur á þekkingu okkar á leiknum heldur einnig það að við trúum á okkur. Það skiptir höfuðmáli, áfram Ísland og áfram Íslendingar.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×