Giggs veitir mér innblástur

 
Enski boltinn
09:15 24. FEBRÚAR 2016
Giggs og Memphis.
Giggs og Memphis. VÍSIR/GETTY

Hollendingurinn Memphis Depay er hæstánægður með aðstoðarstjóra Man. Utd, Ryan Giggs.

Memphis hefur átt erfitt uppdráttar hjá Man. Utd í vetur og ekki náð að standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar.

Hann er þó ekki á því að gefast upp og er að vinna í sínum málum með Giggs.

„Ryan Giggs er goðsögn. Hann talar mikið við mig og gefur mér góð ráð. Hann hefur upplifað allt í boltanum og miðlar af þeirri reynslu til mín. Við vinnum mikið saman,“ segir Memphis.

„Ég verð hungraðri á æfingasvæðinu er ég vinn með honum. Ég vil prófa nýja hluti og spyr hann alltaf um góð ráð. Hann þekkir þetta allt saman og veit hvernig á að takast við erfiðar aðstæður. Það veitr mér innblástur og hjálpar mikið.“

Hollenski drengurinn fór á kostum í heimalandinu síðasta vetur þar sem hann skoraði 25 mörk í 36 leikjum með PSV sem síðan varð meistari. Hann er búinn að skora 6 mörk í 33 leikjum í vetur.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Giggs veitir mér innblástur
Fara efst