Innlent

Geta ekki sinnt slysum vegna niðurskurðar í fjárlögum

Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer á flot klukkan ellefu í morgun, en það er annað skipstrandið sem Landhelgisgæslan sinnir  á stuttum tíma. 

Skipið, sem er um fimm þúsund tonn að þyngd og með sautján áhafnarmeðlimi, strandaði á Fáskrúðsfirði á miðvikudag. Landhelgisgæslan gerði í gærmorgun tilraun til að draga skipið af strandstað, en ekki vildi betur til en svo að dráttartaug sem notuð var til verksins slitnaði. Þór dró skipið því á flot um hádegisleytið í dag.

Flutningaskipið Akrafell strandaði milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar fyrr í mánuðinum. Ekki var hægt að senda varðskipið Þór strax á vettvang þegar Akrafell strandaði, þar sem ekki var til mannskapur til að manna tvö skip, og það tók gæsluna næstum sólarhring að komast að strandstað Green Freezer á miðvikudag, þar sem skipið var hinum megin á landinu.

Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, segir ekki hægt að gera ráð fyrir að gæslan geti sinnt öllum slysum sem upp koma, þar sem gert er ráð fyrir töluverðum niðurskurði í fjárlögum næsta árs. 

„Það er ljóst að það verður þjónustuskerðing ef að þetta gengur eftir. Það verður þá annað hvort í þyrluþjónustu eða þjónustu varðskipa. Það má ekkert útaf bregða eins og staðan er núna".










Fleiri fréttir

Sjá meira


×