Enski boltinn

Gerrard: Þurfum að axla ábyrgð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að pressan sé mikil á Liverpool og að leikmenn og aðrir hjá félaginu þurfi að axla ábyrgð.

„Þetta hefur verið erfitt upp á síðkastið, ég get ekki neitað því. Þetta hefur verið rússíbani svo það var virkilega gott að fá sigur gegn Bournemouth var lyftistöng," sagði fyrirliðinn.

Liverpool mætir Arsenal í afar þýðingarmiklum leik á morgun, en gengi Liverpool hefur ekki verið gott að undanförnu.

„Við eigum erfiðan leik um helgina gegn Arsenal og síðan eigum við leiki gegn liðum á svipuðu róli og við. Ef við náum úrslitum gegn Arsenal og byggt á því, þá getum við snúið þessu við."

Gerrard segir að pressan sé mikil og hún komi helst utan að, frá fólkinu út í bæ.

„Þetta hefur verið erfitt. Ég hef upplifað nokkrum sinnum á mínum Liverpool-feril að þegar það byrjar að ganga illa og fólki að utan reynir að drepa þig. Það er venjulegt. Við erum stór klúbbur og við verðum að axla ábyrgð," sagði Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×