Innlent

Gerir ráð fyrir uppsögnum takist ekki samningar innan tveggja vikna

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Deiluaðilar settur við samningaborðið í dag.
Deiluaðilar settur við samningaborðið í dag. Vísir/Jóhann K
Ragnar Þór Pétursson kennari segir að náist ekki samningar við grunnskólakennara innan tveggja vikna muni þeir gefast upp og segja störfum sínum lausum. Grasrótarsamtök kennara hafa hvatt félagsmenn til þess að ganga úr störfum sínum á morgun og hafa boðað til samstöðufundar í Háskólabíói.

Ragnar Þór Pétursson.vísir
Ragnar Þór sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 finna fyrir mikilli samstöðu meðal kennara, og að flest bendi til þess að þeir muni fylla Háskólabíó. Kennarar séu orðnir langþreyttir á stöðunni, og að þeir samþykki ekki lengur að nokkurs konar þjóðarsátt ríki um að kennarastéttin sé og eigi að vera láglaunastétt.

Kennarar hafa fellt tvo kjarasamninga á þessu ári. Nú síðast í byrjun september en formaður Félags grunnskólakennara sagði í gær að kennarar væru vonsviknir, þreyttir og búnir að fá nóg af ástandinu.

Fyrsti samningafundur Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga með ríkissáttasemjara hófst í dag, en báðir aðilar telja að um mjög erfiða samningalotu sé að ræða. Kennarar hafa verið samningalausir frá því í júní.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×