Gerir ekki athugasemdir við að starfsfólk leiki á hljóðfæri Bjarki Ármannsson skrifar 31. mars 2014 20:27 Kristín gefur í skyn að Egill Benedikt hafi ekki mætt til fyrirlestrahalds vegna leiks með FLEY. Vísir/Samsett Rektor Háskóla Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að skólinn geri „að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttar Vísis frá því fyrir helgi þar sem Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, sagðist hafa undir höndum bréf frá háskólanum þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt er meðlimur í jazztríóinu FLEY ásamt því að sinna stöðu prófessors við Háskólann. FLEY hefur leikið saman á sjó og landi og meðal annars á skemmtiferðaskipi um nokkurra vikna skeið. Í samtali við Vísi sagðist Egill ekki geta tjáð sig í smáatriðum en segir bréfið banna sér að stunda píanóleik í atvinnuskyni. Í yfirlýsingunni segir Kristín Ingólfsdóttir rektor hinsvegar hljóðfæraleikinn ekki vandamál og að Háskóli Íslands telji „þvert á móti að vísindi og listir séu óaðskiljanlegur hluti nútíma menningar.“ Aftur á móti er ýjað að því að þetta áhugamál Egils Benedikts hafi komið niður á kennslustörfum hans. Þar segir að skólinn geri „alvarlega athugasemd“ við að starfsmenn mæti ekki til fyrirlestrahalds á réttum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum og að „hljóðfæraleikur teljist ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu.“ Yfirlýsing rektors í heild sinni er svohljóðandi:Vegna fréttar á visir.is og í Fréttablaðinu um liðna helgi vill Háskóli Íslands að fram komi að skólinn gerir að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri. Háskólinn telur þvert á móti að vísindi og listir séu óaðskiljanlegur hluti nútíma menningar og leitast við að vera vettvangur samstarfs þessara greina.Háskólinn gerir aftur á móti alvarlega athugasemd ef starfsmenn mæta ekki til fyrirlestrahalds með nemendum á boðuðum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum eða hafi viðhlítandi skýringar á fjarveru. Að gefnu tilefni skal tekið fram að hljóðfæraleikur telst ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu. Háskólinn telur mikilvægt að allir starfsmenn virði starfsskyldur sínar og skyldur við nemendur.Með bestu kveðju,Kristín Ingólfsdóttir Tengdar fréttir Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að skólinn geri „að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttar Vísis frá því fyrir helgi þar sem Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, sagðist hafa undir höndum bréf frá háskólanum þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt er meðlimur í jazztríóinu FLEY ásamt því að sinna stöðu prófessors við Háskólann. FLEY hefur leikið saman á sjó og landi og meðal annars á skemmtiferðaskipi um nokkurra vikna skeið. Í samtali við Vísi sagðist Egill ekki geta tjáð sig í smáatriðum en segir bréfið banna sér að stunda píanóleik í atvinnuskyni. Í yfirlýsingunni segir Kristín Ingólfsdóttir rektor hinsvegar hljóðfæraleikinn ekki vandamál og að Háskóli Íslands telji „þvert á móti að vísindi og listir séu óaðskiljanlegur hluti nútíma menningar.“ Aftur á móti er ýjað að því að þetta áhugamál Egils Benedikts hafi komið niður á kennslustörfum hans. Þar segir að skólinn geri „alvarlega athugasemd“ við að starfsmenn mæti ekki til fyrirlestrahalds á réttum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum og að „hljóðfæraleikur teljist ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu.“ Yfirlýsing rektors í heild sinni er svohljóðandi:Vegna fréttar á visir.is og í Fréttablaðinu um liðna helgi vill Háskóli Íslands að fram komi að skólinn gerir að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri. Háskólinn telur þvert á móti að vísindi og listir séu óaðskiljanlegur hluti nútíma menningar og leitast við að vera vettvangur samstarfs þessara greina.Háskólinn gerir aftur á móti alvarlega athugasemd ef starfsmenn mæta ekki til fyrirlestrahalds með nemendum á boðuðum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum eða hafi viðhlítandi skýringar á fjarveru. Að gefnu tilefni skal tekið fram að hljóðfæraleikur telst ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu. Háskólinn telur mikilvægt að allir starfsmenn virði starfsskyldur sínar og skyldur við nemendur.Með bestu kveðju,Kristín Ingólfsdóttir
Tengdar fréttir Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent