Gefur Brady forskotiđ gegn Manning | Myndband

 
Sport
23:30 21. JANÚAR 2016

Erkifjendurnir Tom Brady og Peyton Manning mætast í úrslitaleik Ameríkudeildar NFL á sunnudaginn, en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Umræðan um hvor er betri hefur fylgt þeim í mörg ár, en þrátt fyrir að hafa aðeins einu sinni unnið Super Bowl er Peyton af mörgum talinn sá besti allra tíma.

Tom Brady hefur fjórum sinnum orðið meistari og sex sinnum komist í úrslitaleikinn, en hann vonast til að komast í sjöunda sinn á sunnudaginn.

David Carr, fyrrverandi leikstjórnandi Houston Texans, reynir að greina þá félagana í innslagi NFL Now.

Hann gefur þeim einkunnir fyrir meðvitund, sendingar, sóknarvopn og leiðtogahæfileika og þar kemur Brady betur út.

Innslagið má sjá hér að ofan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Gefur Brady forskotiđ gegn Manning | Myndband
Fara efst