Innlent

Gangnamenn í vandræðum í Dýrafirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í dag til að koma gangnamönnum í Dýrafirði til aðstoðar. Samkvæmt tilkynningu voru þeir orðnir hraktir og kaldir í fjöllum ofan Núpsdals.

Veður var slæmt og var vindhraði um og yfir 20 metrar á sekúndu. Þar að auki var mikil rigning og hitinn rétt yfir frostmarki. Það leiddi til þess að mennirnir treystu sér ekki til byggða af sjálfsdáðum.

Björgunarsveitarmenn komust að mönnunum laust fyrir klukkan hálf fimm og færðu þá í þurr og hlý föt og héldu fylgdu þeim til niður Rjúpnahvilft að veginum yfir Gemlufallsheiði þangað sem þeir náðu nú á áttunda tímanum í kvöld. Þar biðu þeirra björgunarsveitarbílar sem fluttu þá til byggða.

Auk þess var göngumaður í sjálfheldu í Fáskrúðsfirði í dag og þurfti að kalla björgunarsveitir á Austurlandi til hjálpar um miðjan daginn. Maðurinn var kominn í sjálfheldu í Tungudal inn af Eskifirði.

Vegna mikilla vatnavaxta hafði hækkað í á sem maðurinn treysti sér ekki yfir. Björgunarsveitarmenn komu manni og línu yfirvatnsfallið. Göngumaðurinn var síðan færður í flotgalla og var hjálpað yfir ána og til byggða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×