Innlent

Gagnrýna Hæstarétt fyrir meðferð mála um nálgunarbann

Bjarki Ármannsson skrifar
Þrír úrskurðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um nálgunarbann voru felldir úr gildi í Hæstarétti á stuttum tíma.
Þrír úrskurðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um nálgunarbann voru felldir úr gildi í Hæstarétti á stuttum tíma. Vísir/Stefán
Ályktun um meðferð á málum um nálgunarbann verður afhent Ólöfu Nordal innanríkisráðherra á morgun. Að tillögunni standa Femínistafélag Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Stígamót og W.O.M.E.N. – Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.

Í ályktunni kemur fram að samtökin gera „alvarlegar athugasemdir“ við meðferð mála um nálgunarbann í Hæstarétti en líkt og fram hefur komið voru þrír úrskurðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um nálgunarbann felldir úr gildi í Hæstarétti á stuttum tíma.

„Hagur og öryggi brotaþola á að vera í fyrirrúmi og með þessum dómum er verið að senda röng skilaboð til fórnarlamba heimilisofbeldis,“ segir í ályktuninni.

Sjá einnig: Aðstoðarlögreglustjóri segir niðurstöðu Hæstaréttar mikil vonbrigði

Vísað er sérstaklega til máls Juliane Ferguson sem vakti mikla athygli í síðasta mánuði. Fyrrum sambýlismaður Juliane á að hafa sent kynlífsmyndband og nektarmyndir af henni til vinnufélaga hennar en Hæstiréttur felldi nálgunarbann yfir honum úr gildi.

Að mati Hæstaréttar kæmi nálgunarbann ekki sjálfkrafa í veg fyrir slíkt og því taldi rétturinn ekki hægt að staðfesta nálgunarbannið, þótt maðurinn hefði játað að hafa dreift myndbandinu og ljósmyndunum.

Segir í ályktuninni að þessi dómur sé „studdur með svo léttvægum rökum að undirrituðum samtökum er brugðið.“ Telja samtökin brýnt að skerpa á ákvæðum laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili, ef til vill með breytingum á núgildandi lögum.

Ályktunina í heild sinni má finna í viðhengi hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×