Innlent

Gaf Kvennaathvarfinu fullan poka af spjaldtölvum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
„Tölvurnar munu nýtast krökkunum í athvarfinu til skemmtunar og afþreyingar og í leiðinni fjölga friðsamlegum stundum í húsinu,“ segir á Facebook-síðu Kvennaathvarfsins.
„Tölvurnar munu nýtast krökkunum í athvarfinu til skemmtunar og afþreyingar og í leiðinni fjölga friðsamlegum stundum í húsinu,“ segir á Facebook-síðu Kvennaathvarfsins. Vísir/Vilhelm
Kvennaathvarfið greinir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að maður að nafni Valbjörn Höskuldsson hafi komið þangað færandi hendi með fullan poka af spjaldtölvum.

Í færslunni segir að Valbjörn hafi verið nýbúinn að halda upp á fimmtugsafmælið sitt og í stað þess færa honum gjafir óskaði hann eftir því við gestina að þeir leggðu eitthvað af mörkum til gjafarinnar handa Kvennaathvarfinu.

„Tölvurnar munu nýtast krökkunum í athvarfinu til skemmtunar og afþreyingar og í leiðinni fjölga friðsamlegum stundum í húsinu,“ segir í færslunni.

Þá segir einnig frá því að svo mikið annríki hafi verið í athvarfinu þegar Valbjörn kom þangað færandi hendi að hvorki hafist gefið ráðrúm til að smella af honum mynd né gefa honum einn kaffibolla:

„Við þökkum kærlega fyrir okkur og okkar kátu krakka.“

Það hljóp aldeilis á snærið hjá okkur þegar Valbjörn Höskuldsson kom færandi hendi í athvarfið með fullan poka af...

Posted by Samtök um kvennaathvarf / Womens' Shelter on Wednesday, 25 March 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×