Innlent

Gæslan stöðvaði íslenskan togara með ólöglegan síldarfarm

Varðskipið Þór.
Varðskipið Þór. Vísir/AP
Varðskipið Þór stöðvaði í fyrrinótt íslenskan togara vestur af landinu sem var á heimleið með síldarfafarm úr grænlensku lögsögunni. Togarinn hafði ekki leyfi Fiskistofu til veiðanna þar sem engin samninguir er á milli Grænlands og Íslands um veiðar á síld úr norsk- íslenska stofninum.

Gæslan telur þetta því vera landhelgisbrot, en við slíku liggja sektir auk Þess sem afli og veiðarfæri eru gjarnan gerð upptæk. Togaranum var beint til Reykjavíkur og hóf lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skýrslutöku af stjórnendum skipsins við komuna til hafnar.

Farmurinn er að líkindum mikill, því góð síldveiði hefur verið hjá öðrum skipum á sama svæði. Þar er annar íslenskur togari nú á veiðum, en sá er ekki lagður af  stað heim.

Atvinnuvegaráðuneytið áréttaði sérstaklega við útgerðir á mánudag, að íslensk skip hefðu ekki leyfi Fiskistofu til þessara veiða




Fleiri fréttir

Sjá meira


×