Fleiri fréttir

Hvort er betra fyrir umhverfið að keyra bensín- eða dísilbíl?

Þegar stjórnvöld hvöttu almenning til að keyra frekar á dísilbílum en bensínknúnum, fyrir um áratug, er eitt þekktasta dæmi þess að nauðsynlegt er að skoða umhverfismál í víðu samhengi. Skattar voru lækkaðir á dísilolíu og dísilknúnar bifreiðar til að hvetja til minni losunar á koldíoxíði í andrúmsloftið en koldíoxíð er gróðurhúsalofttegund. Losun gróðurhúsalofttegunda veldur loftslagsbreytingum á jörðinni sem leiða til súrnunar sjávar, veðurfarsbreytinga, bráðnunar jökla, hækkunar sjávarborðs, röskunar vistkerfa ásamt fleiri neikvæðum áhrifum.

Ekkert kjöt á matseðlinum

Einkaþjálfarinn og grænmetisætan Þórdís Ása Dungal hefur undanfarið vakið athygli fyrir að benda á að það sé óþarfi að borða kjöt til að byggja vöðvamassa og vera í góðu líkamlegu formi. Lífið leitaði til hennar og fékk að vita nákvæmlega hvað það er sem hún borðar.

Hver er munurinn á kaffi og orkudrykkjum?

Lesendum Vísis og Fréttablaðsins gefst kostur á því að senda sérfræðingum spurningar tengdar heilsu og lífsstíl á netfangið heilsanokkar@frettabladid.is. Í hverri viku birtast svör við völdum spurningum í Fréttablaðinu og hér á Vísi.

Hvað veist þú um krabbamein?

Þriðji hver einstaklingur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Taktu prófið og sjáðu hvað þú veist um krabbamein á Íslandi.

Verum til staðar

Þegar vinur eða ættingi greinist með krabbamein vitum við stundum ekki alveg hvað við getum gert til að hjálpa. Það þarf samt ekki að vera mikið. Þetta snýst bara um að vera til staðar.

Breyting á kynlífi og nánd

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur, vinnur nú að doktorsverkefni sínu um þróun meðferðarúrræða fyrir konur með krabbamein og maka þeirra, tengd kynlífi og nánd.

Hvernig efli ég sjálfstraustið?

Fólk með lítið sjálfstraust á gjarnan erfitt með að taka við hrósi. Taktu eftir því hvort sjálfvirka niðurrifið fer af stað þegar þér er hrósað, staldraðu við þá hugsun og skoðaðu hana. Falleg einlæg orð frá öðrum næra sjálfstraustið og það er mikilvægt að hleypa þeim orðum inn á við.

Hvers vegna þurfum við að sofa?

Svefn er áhugavert fyrirbæri. Salvador Dali var með þráhyggju fyrir sköpunarmætti svefns sem sést berlega í draumkenndum verkum hans og Richard Wagner var þekktur fyrir að nota svefn til að fá hugmyndir að óperum. Aðrir hafa keppst við að slá heimsmet í vöku. Peter Tripp sturlaðist eftir að hafa vakað í átta daga árið 1959 en betur fór fyrir Randy Garner sem árið 1967 var vakandi í ellefu daga. Á meðan keppnin stóð yfir sýndu þeir einkenni svefnskorts á háu stigi: athyglisbrest, einbeitingarleysi, minnisleysi, rugl, ofskynjanir og skapgerðarbreytingar.

Hvernig minnka ég plastnotkun?

Allt plast sem hefur verið framleitt er enn til í einni eða annarri mynd. Í raun eyðist plast ekki heldur verður það að sífellt minni ögnum sem kallast örplast. Stór hluti af framleiddu plasti endar í sjó eða vatni, skemmir lífríki og getur valdið dauða dýra.

Erfitt að bera sig saman við Photoshop

Lára Rúnarsdóttir heldur námskeið í kvíðastjórnun fyrir unglinga með kundalini jóga. Íslenskar samfélagsmiðlastjörnur, sem nota Photoshop, sýna falska mynd. Samanburðurinn gangi frá mörgum.

Þarf ég að taka vítamín á veturna?

Takk fyrir spurninguna. Ef þú borðar mikið af ávöxtum, grænmeti, heilkornavörum, sjávarfangi, baunum, hnetum og jurtaolíum ættir þú að fá nóg af vítamínum með fæðunni, fyrir utan D-vítamín sem við þurfum að taka daglega sem fæðubót. Konur í barneignahugleiðingum þurfa auk þess að taka inn fólasín til að minnka líkur á miðtaugakerfisgöllum hjá fóstri.

Hvernig tekst ég á við skammdegið?

Mikilvægt er að hafa eitthvað til að hlakka til yfir dimmasta árstímann. Taktu frá tíma til að sinna því sem þú elskar að gera – og leyfðu þér að hlakka til þess! Hafðu frumkvæði að því að skipuleggja hittinga með þeim sem þér finnst gefandi að umgangast. Góðar samverustundir með skemmtilegu fólki geta virkað eins og bestu vítamínsprautur í skammdeginu.

Sjá næstu 50 fréttir