Fleiri fréttir

Vildum bjarga þeim heimildum sem hægt væri

Ljósi er brugðið á líf setuliðsins sem dvaldi á Íslandi í 55 ár, og áhrif þess, í heimildarmyndinni Varnarliðið – Kaldastríðsútvörður, saga Bandaríkjahers á Íslandi 1951 til 2006 sem frumsýnd er í Bíói Paradís í kvöld.

Vel þekkt í Evrópu og er alger perla

Söngsveitin Fílharmónía heldur hausttónleika sína í Langholtskirkju í kvöld. Magnús Ragnarsson stjórnar. Meginverkið er Messa í Es-dúr eftir Josef Rheinberger – og fleira er að heyra.

"Karlmenn eiga mjög bágt"

Halldór Laxness Halldórsson, Dóri DNA, gefur út sína aðra ljóðabók í dag, Órar, martraðir og hlutir sem ég hugsa um á meðan ég er að keyra. Dóri segir að fólk eigi að lesa hana eins og það horfir á klám.

Þarf að vökva mig, hita upp og taka langa atrennu

Dagur Hjartarson sendi nýverið frá sér ljóðabókina Heilaskurðaðgerðin sem hefur hlotið afar góðar viðtökur. Dagur segir ljóðið vera frábært mótvægi við passívt neysluform Netflixins.

Við göngum öll kaupum og sölum

Ólafur Jóhann Ólafsson býr í tveimur heimum og nærir hvor hinn. Ritstörfin styðja stjórnunarstarf hans hjá Time Warner. Hann er leiðandi í samruna AT&T og Time Warner sem verður einn sá allra stærsti á heimsvísu undanfarin ár, ef hann verður samþykktur. Það er slagur framundan.

Pétur og úlfurinn lifna við í nútímaútgáfu

Ævintýrið um Pétur og úlfinn eftir Sergej Prokofiev er fyrir löngu orðið klassík. Framhald sögunnar hefur nú litið dagsins ljós og verður frumflutt í Silfurbergi, Hörpu, á sunnudag.

Ástin og hjónabandið sem átti aldrei að verða

Diana Cavallioti er aðalleikkona kvikmyndarinnar Ana, Mon Amour sem er ein af mörgum mjög áhugaverðum myndum sem sýndar eru á Rúmenskum kvikmyndadögum í Bíó Paradís fram á sunnudag.

Bæði léttleiki og dramatík

Camerarctica og Ingibjörg Guðjónsdóttir söngkona, koma fram í sal Tónlistarskólans í Garðabæ við Kirkjulund í kvöld.

Náttúran og tungumálið er okkar drifkraftur

Anna-Maria Helsing stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á Iceland Airwaves tónleikum í kvöld, þar sem flutt verða tónverk þriggja kvenna sem allar eru í fremstu röð íslenskra nútímatónskalda.

Alltaf þegar ég loka augunum þá sé ég Korsíku

Í dag verður opnuð í Listasafni Íslands sýningin La Mer eða Hafið, þekktasta sýning franska myndlistarmannsins Ange Leccia sem er borinn og barnfæddur á Korsíku sem hann segir að sé og verði alltaf heim í hans huga.

Skírði karakterana eftir kennurum sonarins

Fjölskyldan mín er fyrsta bók Ástu Rúnar Valgerðardóttur sálfræðings og fjallar um fjölbreytileika fjölskyldna. Salka gefur hana út og líka á alla leikskóla

Dálítið töff á köflum

Nýtt tónverk eftir Eirík Árna Sigtryggsson verður flutt í dag í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í tilefni 500 ára siðbótarafmælis og endurtekið í Hljómahöllinni á morgun.

Þess vegna enda allir listamenn í helvíti

Saga Ástu er nýjasta skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar sem segir að þó svo skáldskapurinn þurfi alltaf á veruleikanum að halda, þá komist veruleikinn einfaldlega ekki af án skáldskapar.

Geðheilbrigði tónlistarmanna er ekki skemmtifrétt

Á ráðstefnuhluta Iceland Airwaves mun breski tónlistarmaðurinn William Doyle halda fyrirlestur um eigin geðraskanir og leiðir fyrir tónlistargeirann til að veita tónlistarmönnum meiri stuð.

Ég er að rýna í samfélagshjartað

Tengsl íbúa við heimahaga og þau samfélagslegu áhrif sem halda þeim þar er kjarni heimildarmyndarinnar 690 Vopnafjörður sem frumsýnd er í Bíói Paradís í kvöld. Karna Sigurðardóttir er höfundur hennar.

Oftast samtal við almættið

Sálmar Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar við lög Sigurðar Flosasonar verða sungnir af kórnum Scola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar í Hallgrímskirkju á föstudagskvöld.

Siðbótin í ljósi sögunnar

Séra Gunnar Kristjánsson ræðir þær kristnu hugsjónir sem Marteinn Lúther boðaði í Wittenberg í Þýskalandi fyrir 500 árum, í Snorrastofu í Reykholti í kvöld.

Leikur á einstakt hljóðfæri í eigin verki

Fyrsti darabuka-konsert sögunnar, Capriccio, verður heimsfrumfluttur í Hofi á Akureyri á morgun af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Höfundurinn, Áskell Másson, sér sjálfur um einleikinn.

Ein allra áhugaverðasta Tosca sem ég hef sungið

Sópransöngkonan Claire Rutter hefur sungið fjölda hlutverka víða um heiminn við góðan orðstír. Hennar uppáhald er þó alltaf Tosca, hlutverkið  sem kveikt ást hennar á óperutónlistinni strax á unga aldri.

Aftan við framhlið er alltaf bakhlið

Ragnar Bragason skyggnist bak við tjöldin í heimi utanríkisþjónustunnar og blandar saman kómískum og harmrænum elementum í leikriti sínu Risaeðlunum. Það verður frumsýnt í kvöld á stóra sviði Þjóðleikhússins.

Ort um hafið sem aldrei sefur

Hreistur er vinaleg ljóðabók sem flytur ljóðrænan en eitursvalan söng hins þroskaða Bubba Morthens sem hefur engu gleymt frá verbúðalífinu en töluvert lært.

Brasað með rokkhljóð og rúnakefli

Óperan Einvaldsóður, flutt í torfkirkju, og tilraunir með rokkhljóð eru meðal atriða á tónlistarhátíðinni Sláturtíð sem haldin er í Árbæjarsafni um helgina og hefst í kvöld. Hafdís Bjarnadóttir veit meira.

Sýningin er fyrir þjóðina en ekki pólitíkina

Þorleifur Örn Arnarsson og Mikael Torfason hafa unnið leikverk úr Rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdragandann að efnahagshruninu og sýningin verður frumsýnd annað kvöld í Borgarleikhúsinu.

Fékk bæði verðlaun og eigin bók í hendur

Íslensku barnabókaverðlaunin 2017 hlaut Elísa Jóhannsdóttir bókmenntafræðingur. Sagan Er ekki allt í lagi með þig? kom út hjá Forlaginu í gær. Hún fjallar um einelti, vináttu og foreldravanda.

Kominn í skáldastellingar

Björn Leó Brynjarsson er nýtt leikskáld Borgarleikhússins. Hann vinnur að nýju leikriti sem fyrirhugað er að setja upp í leikhúsinu leikárið 2018 til 2019.

Sjá næstu 50 fréttir